Október var sá hlýjasti á landi og sjó frá árinu 1880

Snjór hreinsaður af bíl í Buffalo í New Yorkríki um …
Snjór hreinsaður af bíl í Buffalo í New Yorkríki um helgina. Stór svæði Norður-Ameríku, sér í lagi austurhluti álfunnar, eru kaldari en meðaltal síðustu þrjátíu ára. mbl.is/afp

Bandaríska haf- og loftslagsstofnunin NOAA segir október síðastliðinn vera þann hlýjasta á landi og sjó frá því að mælingar hófust árið 1880. Meðalhiti síðasta mánaðar var 14,74 gráður sem er 0,74 gráðum yfir meðaltalinu á tuttugustu öldinni.

„Þó að hlýtt sé á jörðinni í heild sinni þá er það ekki alls staðar því sum svæði eru auðvitað kaldari,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og bendir á að stór svæði Norður-Ameríku, sér í lagi austurhluti álfunnar, eru kaldari en meðaltal síðustu þrjátíu ára.

Það sama á einnig við um svæði í Norður-Atlantshafi. „Það er hins vegar hlýrra í stærstum hluta Evrópu, Afríku, Ástralíu, Suður-Ameríku og austur- og suðausturhluta Asíu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert