Forystumenn Sjálfstæðisflokksins stefna að því samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að ákveða á þingflokksfundi í dag hver verður arftaki Hönnu Birnu Kristjánsdóttur á stól innanríkisráðherra.
Mestar líkar voru taldar á því í gærkvöldi að Bjarni Benediktsson gerði tillögu um að Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, tæki við embættinu.
Óljóst var hins vegar um afstöðu Einars. Þingmennirnir Birgir Ármannsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokksins, eru einnig orðuð við embættið.