Vilja styttu af Ingibjörgu H. Bjarnason

Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan sem tók sæti á þingi.
Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan sem tók sæti á þingi.

Formannaráðsfundur Kvenfélagasambands Íslands sem fram fór um helgina samþykkti ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að veita sambandinu fjárstyrk til að það geti haldið starfseminni sinni áfram gangandi. Bent er á að Kvenfélagasambandið hafi fengið 5 milljónir króna á fjárlögum 2013 en ekkert í ár. Fari sem horfi þurfi stjórn sambandsins að loka skrifstofu sinni og Leiðbeiningarstöðvar heimilanna sem það rekur um næstu áramót.

Einnig var samþykktar ályktanir þar sem Reykjavíkurborg er hvött til þess að beita sér fyrir því að komið verði fyrir styttu af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem settist á Alþingi, í nágrenni Alþingishússins og þar sem skorað er á ríkisstjórnina „að taka hið allra fyrsta ákvörðun um fullnaðarhönnun og framkvæmdir við byggingu Landspítalans svo eyða megi þeirri óvissu sem skapast hefur í heilbrigðismálum landsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert