Hálkublettir víða á landinu

mbl.is/Ómar

Hálkublettir eru á Hellisheiði og Sandskeiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru einnig á Mosfells- og Lyngdalsheiði, en annars er greiðfært á Suður- og Suðausturlandi.

Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og hálka í Hrútafirðinum en hálkublettir á Bröttubrekku og í Svínadal. Hálkublettir eru að sama skapi nokkuð víða á norðanverðu landinu.

Þæfingsfærð og skafrenningur er á Hrafnseyrarheiði á Vestfjörðum en snjóþekja og éljagangur á  Dynjandisheiði, Trostansfirði og á Kleifaheiði. Hálka og éljagangur er á Steingrímsfjarðarheiði, Þröslkuldum, Hálfdán og Mikladal.

Hálkublettir eru á Fjarðarheiði fyrir austan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert