„Mjög nálægt því að komast í höfn“

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta er allt að skýrast betur. Við bíðum enn eftir nokkrum atriðum en þetta er mjög nálægt því að komast í höfn hjá okkur. Vonandi getur það gengið í kvöld en það er allavega ekki komið enn,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora, í samtali við mbl.is en fundur hefur staðið yfir í kjaradeilu prófessora í húsakynnum Ríkissáttasemjara í dag og stendur enn.

„Við situm enn hérna í von um að geta klárað þetta. Það var það sem við lögðum upp með. Að ganga sem lengst í þessu núna í kvöld og við værum tilbúin að sitja eins og þurfti. Það vita þeir sem við erum að semja við. En annars er þetta alveg á lokametrunum vona ég.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert