30 milljarðar í upplýsingatækni

Ríkisstofnanir hafa varið 30 milljörðum í upplýsingatækni frá 2007.
Ríkisstofnanir hafa varið 30 milljörðum í upplýsingatækni frá 2007. mbl.isBrynjar Gauti

Ríkisstofnanir og ráðuneyti hafa frá árinu 2007 varið rúmlega 30 milljörðum króna vegna viðskipta við einkafyrirtæki í upplýsingatækni.

Kostnaður vegna þessarar þjónustu nam um 3,5 milljörðum króna árið 2007 og um 4,9 milljörðum króna í fyrra. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn frá Helga Hrafni Gunnarssyni alþingismanni. Upplýsingarnar eru takmarkaðar við ríkisfyrirtæki í A-hluta fjárlaga og þær stofnanir sem notast við Oracle-fjárhagskerfi ríkisins eins og flestar gera.

Ekki reyndist unnt að svara því hvaða hluti þessara viðskipta fór ekki í gegnum útboðsferli. Segir ráðuneytið að ekki séu tök á því að greina það út frá fyrirliggjandi upplýsingum í kerfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert