63 skjálftar 5 og stærri frá 16. ágúst

Frá Bárðarbungu.
Frá Bárðarbungu. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Alls höfðu orðið 63 sterkir jarðskjálftar, að stærð 5 og stærri, síðdegis í gær á Bárðarbungusvæðinu frá 16. ágúst sl. Þá hófst jarðskjálftahrinan sem enn stendur.

Heldur hefur dregið úr tíðni stóru jarðskjálftanna. Í síðustu viku kom fimm daga hlé á milli stórra jarðskjálfta.

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands, sagði að skjálftavirknin í öskjunni stafaði af sigi og væri mjög staðbundin. Spurningin væri hvað þetta héldi lengi áfram. Líklegast er að það hægi smám saman á sigi öskjunnar þar til það stöðvist og ekkert meira gerist. Sem kunnugt er gera sviðsmyndir einnig ráð fyrir stærri atburðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert