Langmestu framlögin að raunvirði

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Framlög til Landspítalans á næsta ári verða meiri en nokkurn tímann áður. Ekki aðeins í krónum talið heldur að raunvirði. Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook-síðu sinni í dag. Rifjar hann upp að í ræðu sem hann flutti um síðustu helgi á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins þar sem hann sagði að framlögin til Landspítalans á næsta ári yrði þau mestu frá árinu 2008. Ánægjulegt sé að geta uppfært þá yfirlýsingu.

„Um síðustu helgi sagði ég frá því í ræðu að gert væri ráð fyrir að á næsta ári yrðu framlög til Landspítalans þau mestu sem þau hefðu verið frá árinu 2008. Það er ánægjulegt að geta uppfært þá yfirlýsingu því að samkvæmt nýjustu tölum er gert ráð fyrir að framlög til Landspítalans árið 2015 verði þau mestu sem þau hafa nokkurn tímann verið. –Reyndar þau langmestu ...og ekki bara í krónum talið heldur að raunvirði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert