Háskóli Íslands fær tæpar 300 milljónir

Framlög til Háskóla Íslands verða aukin um 298,6 milljónir króna samkvæmt breytingum sem fjármálaráðuneytið hefur lagt til að verði gerðar á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar vegna næsta árs.

Heildaraukning framlaga til háskólanna í landinu samkvæmt tillögu ráðuneytisins er 617 milljónir króna eins og mbl.is fjallaði um í dag. Tæplega helmingur aukinna framlaga fara því til Háskóla Íslands. 257 milljónir króna fara til Háskólans í Reykjavík, 10,3 milljónir króna til Háskólans á Akureyri og 17,9 til Landbúnaðarháskólans. Það sem eftir stendur dreifist á aðra háskóla í landinu.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir í samtali við mbl.is að með þessu fái háskólarnir að fullu greitt með hverjum nemanda ólíkt því sem verið hafi á undanförnum árum. Fólk sem misst hafi vinnuna í kjölfar bankahrunsins hafi verið hvatt til þess að fara í háskólanám og fyrir vikið hafi einkum Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík tekið við miklu fleiri nemendum en þeir hafi fengið greitt með. Það væri leiðrétt með þessum breytingum stjórnvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert