Ístak sagði upp rúmlega 30 manns

Ístak byggir háhýsi á horni Frakkastígs og Lindargötu.
Ístak byggir háhýsi á horni Frakkastígs og Lindargötu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rúmlega þrjátíu starfsmönnum Ístaks var nýverið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Gísli Hansen Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ístaks í Noregi, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Gísli segir að flestir starfsmannanna sem var sagt upp hefðu starfað hér á landi en nokkrir þeirra verið starfandi í Noregi. „Uppsagnirnar voru aðallega hérna á Íslandi og starfsmennirnir tilheyra mörgum starfsstéttum innan byggingariðnaðarins,“ sagði Gísli.

Hann sagði að þeir sem fengið hefðu uppsagnir væru ýmist með eins mánaðar eða þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þannig að um næstu mánaðamót, eða á mánudaginn kemur, mundu einhverjar uppsagnanna taka gildi, en aðrar ekki fyrr en 1. febrúar á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert