Ættingjar þökkuðu aðstoð við leit

.
. mbl.is

Ættingjar Arka­diusz Pawel Maciag, sem lögreglan á Suðurnesjum leitaði að aðfaranótt mánudags ásamt björgunarsveitum, höfðu samband við lögregluna og komu á framfæri kærum þökkum til allra sem aðstoðuðu við leitina.

Á sunnudagskvöldi klukkan 23.40 óskaði lögreglan á Suðurnesjum eftir aðstoð björgunarsveita af suðvesturhorni landsins við leitina og innan mjög skamms tíma voru komnir 70 leitarmenn til leitar í mjög slæmu veðri, segir í færslu á Facebook-síðu lögreglustjórans á Suðurnesjum.

„Það eru viss forréttindi fyrir okkur íbúa þessa lands að geta leitað til þessara fagmanna hvenær sem er og í hvaða veðri sem er,“ segir í færslu lögreglunnar.

Pawel fannst látinn klukk­an 12.10 á mánudag á Miðnes­heiði norður af ör­ygg­is­girðingu sem af­mark­ar hafta­svæði Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Hann var í heim­sókn hjá ætt­ingj­um sín­um hér á landi. Pawel var pólsk­ur, 42 ára að aldri, og mun hafa átt við and­leg veik­indi að stríða. Hann fór frá dval­arstað sín­um í Reykja­nes­bæ um kl. 17.30 á sunnudag og þegar hann skilaði sér ekki heim leituðu ætt­ingj­ar hans til lög­reglu.

Frétt mbl.is: Maðurinn fannst látinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert