Hálka víða á Suðurlandi

.
. mbl.is/Helgi Bjarnason

Hálkublettir eru á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum.  Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Suðurlandi. Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir á flestum leiðum.

Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Vestfjörðum. Varað er við flughálku á Hálfdán og Mikladal en þar er unnið að hálkuvörnum, samkvæmt tilkynningu Vegagerðarinnar.

Á Norðurlandi vestra er greiðfært þó er hálka eða hálkublettir í Húnavatnssýslum og á Vatnsskarði en á Norðurlandi eystra eru hálkublettir inn til landsins en greiðfært með ströndinni.

Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði en hálkublettir á Öxi en annars að mestu greiðfært. Einnig er hálka að mestu með suðurströndinni.

Veðurspáin: Suðaustan 8-13 m/s SV-til, en léttskýjað á N- og A-landi. Slydda eða rigning S- og V-lands í kvöld. Hiti 0 til 7 stig, en vægt frost fyrir norðan og austan fram eftir degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert