Hjón byggja íbúðir fyrir samtals um 8.400 íbúa

Blokk í byggingu í Mánatúni í Reykjavík.
Blokk í byggingu í Mánatúni í Reykjavík. mbl.is/RAX

Hjónin Steinunn Jónsdóttir og Finnur Reyr Stefánsson eiga hluti í félögum sem munu taka þátt í uppbyggingu þúsunda íbúða á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum.

Í fyrsta lagi á Steinunn félagið Ark sem kemur að byggingu 175 íbúða í Mánatúni á svonefndum Bílanaustsreit. Arkur er ásamt Tryggingamiðstöðinni stærsti hluthafinn í Mánatúni hf.; bæði félög með 13,9% hlut. Frekari uppbygging er huguð á þessum reit og má ætla að íbúafjöldinn verði á milli 300 og 400.

Í öðru lagi er félagið Klasi ehf. að undirbúa íbúðarbyggð fyrir 7.000 manns í Höfðahverfinu í Reykjavík, eins og greint var frá í Morgunblaðinu 20. nóvember sl. Vonir standa til að sú uppbygging geti hafist innan nokkurra missera. Um tuga milljarða verkefni er að ræða, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert