Ríkisútvarpið fær um 400 milljónir aukalega

mbl.is/Ómar

Að sögn Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, verður sú breyting gerð á fjárlögum, vegna bættrar stöðu í ríkisfjármálum, að Ríkisútvarpið fær allt útvarpsgjaldið á næsta ári til rekstrarins, en til þessa hefur hluti þess farið til annarra verkefna.

„Framlagið samsvarar innheimtu útvarpsgjalds, að því gefnu að Ríkisútvarpið standi við þá fjárhagslegu endurskipulagningu sem það hefur boðað,“ segir Vigdís. Hún segir að ráðherranefnd um ríkisfjármál muni fara yfir það hvort Ríkisútvarpið stendur við boðaðan niðurskurð samhliða því að standa við lögboðið hlutverk sitt.

Miðað við tölur úr fjárlögum ársins 2015 eykst framlagið til Ríkisútvarpsins því um rúmar 400 milljónir króna við þessa breytingu og fer úr tæpum 3,5 milljörðum króna í rúma 3,9 milljarða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert