Tugir milljarða króna í nýja Smárabyggð

Svona gæti hin nýja Smárabyggð litið út. Almennt er gert …
Svona gæti hin nýja Smárabyggð litið út. Almennt er gert ráð fyrir fjögurra til sjö hæða byggð á svæðinu. Hugmynd Teikning/arkitektur.is

Hömlur, dótturfélag Landsbankans, hafa selt lóðir fyrir nokkra milljarða króna sunnan við verslunarmiðstöðina Smáralind í Kópavogi.

Lóðirnar voru seldar til nýs fjárfestingasjóðs, Grunns 1, og er Klasi ehf. eini fjárfestirinn í honum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag vonast Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, til að framkvæmdir í svonefndri Smárabyggð geti hafist eftir ár. Áformað er að reisa um 500 íbúðir í hverfinu. Uppbyggingin kostar tugi milljarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert