3,5 milljónir króna fóru í fræðsluferð

Ernir Eyjólfsson

Kostnaður við fræðsluferð á vegum menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar til Hollands nú á dögunum nam þremur og hálfri milljón króna.

Þetta kemur fram í svari Svanhildar Konráðsdóttur, sviðsstjóra menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Í blaðinu kemur fram, að í ferðinni voru allir átta aðalfulltrúar ráðsins, framkvæmdastjórn sviðsins auk forstöðumanna Listasafns Reykjavíkur, Borgarsögusafns Reykjavíkur, Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs, Höfuðborgarstofu og Borgarbókasafns. Alls 16 manns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert