Íslenska bankakerfið er of dýrt í rekstri

Bankarnir eru taldir of dýrir í rekstri.
Bankarnir eru taldir of dýrir í rekstri. Samsett mynd/Eggert

Nauðsynlegt er að ráðast í „róttæka“ uppstokkun á íslenska bankakerfinu í því skyni að draga úr miklum vaxtamun bankanna og þá um leið bæta fjármögnunarumhverfi atvinnulífsins.

Hægt væri að minnka umtalsvert kostnað ef bankarnir þyrftu ekki að halda úti jafnmiklu eigin fé og raun ber vitni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þetta kemur fram í greiningu ráðgjafarfyrirtækisins Oliver Wyman sem var unnin fyrir Samtök fjármálafyrirtækja og kynnt í gær. Lagt er til að Samkeppniseftirlitið heimili samvinnu banka á sviði bakvinnslu og upplýsingatækni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert