Birgitta spyr um flutning Fiskistofu

Birgitta Jónsdóttir og Svandís Svavarsdóttir á Alþingi.
Birgitta Jónsdóttir og Svandís Svavarsdóttir á Alþingi. mbl.is/Ómar

Píratinn Birgitta Jónsdóttir hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flutning höfuðstöðva Fiskistofu. Spyr hún ráðherra hvort hann telji að lagaheimild þurfi til að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði norður til Akureyrar og ef svo er, hvar slíka heimild sé að finna í lögum.

Í greinargerð með fyrirspurninni er vísað til bréfs ráðherra til starfsmanna Fiskistofu frá 10. september 2014 en í því kemur fram að tekin hafi verið sú stefnumarkandi ákvörðun að flytja höfuðstöðvar stofnunarinnar til Akureyrar.

Birgitta segir að öll ytri skilyrði fyrir flutningi höfuðstöðva Fiskistofu til Akureyrar séu þau sömu og þegar þáverandi umhverfisráðherra, með minnisblaði 3. júlí 1996, kynnti starfsmönnum Landmælinga Íslands þá ákvörðun sína að flytja starfsemi Landmælinga upp á Akranes.

Með dómi Hæstaréttar nr. 312/1998 var ákvörðun umhverfisráðherra um að flytja starfsemi Landmælinga upp á Akranes hins vegar dæmd ólögmæt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert