Óveður á Fróðárheiði og Kleifarheiði

Vegir eru að heita má auðir á Suðurlandi og við Faxaflóa samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Þoka er hins vegar á Hellisheiði, hálkublettir á Holtavörðuheiði og óveður á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er mikið autt á láglendi en víða nokkur hálka á fjallvegum. Óveður er á Kleifarheiði.

Vegir eru auðir á Norðurlandi vestra en hálkublettir eru enn á nokkrum vegum á Norðurlandi eystra og Austurlandi. Þoka er á Oddsskarði, Breiðdalsheiði og Öxi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert