Páll fagnar áformum ríkisstjórnarinnar

Páll Matthíasson, forstjóri LSH
Páll Matthíasson, forstjóri LSH mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um aukin fjárframlög til spítalans í tillögum fyrir aðra umræðu fjárlaga í forstjórapistli sínum í dag.

„Þetta er verulegt fagnaðarefni, nokkuð sem við höfum lengi beðið eftir. Önnur jákvæð frétt er áform um að leggja til rekstrar Landspítala milljarð króna til viðbótar framkomnum tillögum. Þessu ber sömuleiðis að fagna þótt áfram verðum við að sýna verulegt aðhald og útsjónarsemi í rekstrinum.  Það veltur á nokkrum óleystum málum, meðal annars í samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands, hvort grípa þurfi til aðhaldsaðgerða,“ segir Páll m.a. í pistlinum.

Forstjórinn segir einnig frá alvarlegri bilun í tölvukerfi spítalans sem hafði áhrif á allt tölvukerfi stofnunarinnar. Viðbragðsáætlun Landspítalans var virkjuð og eftir um tvo tíma voru flest kerfi farin að starfa að nýju.

<span>„Segja má að hurð hafi þar skollið nærri hælum því þessi alvarlega bilun olli ekki skaða, svo vitað sé, þótt töf hafi orðið á meðferð sjúklinga. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka starfsfólki öllu sem glíma þurfti við þennan vanda fyrir að sýna fumlaus og fagleg vinnubrögð og eru þar starfsmenn heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar (HUT) fremstir meðal jafningja,“ segir Páll.</span>

<span>Forstjórinn beinir einnig orðum sínum að verkfallsaðgerðum læknafélaganna og segir að það verði stöðugt erfiðara að sinna reglulegri starfsemi.</span>

<span>„Framundan er að vinna úr þessari erfiðu stöðu og ljóst að róðurinn þyngist með hverjum degi sem verkföllin vara. Áfram sinnum við auðvitað bráðastarfsemi og markmið okkar allra er að tryggja öryggi sjúklinga eftir því sem nokkur kostur er en öll vitum við að við þessar aðstæður má lítið út af bregða,“ skrifar Páll og hvetur<span> samningsaðila til að ná samkomulagi hið fyrsta.</span></span>

<a href="http://www.landspitali.is/um-landspitala/skipulag/stjornendur/forstjori/forstjorapistlar/frett/2014/11/28/Forstjorapistill-28.-november-2014/">Pistil Páls í heild sinni má sjá hér.</a>

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert