Samningur samþykktur í Kópavogi

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Starfsmannafélag Kópavogsbæjar samþykkti í síðustu viku nýjan kjarasamning. Kosið var um samninginn og tóku 509 félagsmenn þátt í kosningunni. 440 manns eða 86% samþykktu, 40 eða 8% sögðu nei og 29 eða 6% skiluðu auðu. Því telst samningurinn samþykktur samkvæmt tilkynningu á Facebook síðu SFK.

Jafnframt munu leiðréttingar á launum félagsmanna því koma til greiðslu um næstu mánaðarmót ásamt eingreiðslu sem kveðið er á um í samningnum. Leiðréttingar ná aftur til 1. maí.

Fallist var á um samkomulag í kjaradeilu SFK 10. nóvember, sama dag og verkfall átti að hefjast.

Fallist á ákvæði um fimmleytið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert