Syngja sálma í 60 klukkutíma

Einn af kórunum sem syngur í sálmamaraþoninu.
Einn af kórunum sem syngur í sálmamaraþoninu. Kirkjan.is

Í dag hófst sextíu klukkustunda löng sálmadagskrá í Noregi. Hún stendur frá hádegi á föstudegi og fram á sunnudagskvöld. Alls verða sungnir 899 sálmar sem er að finna í nýju norsku sálmabókinni. Dagskráin er send út beint í norska sjónvarpinu og það er líka hægt að fylgjast með á vefnum.

Meðal sálmanna eru margir sem eru vel þekktir á Íslandi, til dæmis Fögur er foldin, segir í frétt um málið á vef þjóðkirkjunnar.

Verkefninu verður einnig miðlað á samfélagsmiðlum með efnisorðinu #nrksalme .Fimmtíu starfsmenn Ríkissjónvarpsins NRK taka þátt í verkefninu og það eru tvö hundruð kórar með söngvurum á öllum aldri sem leiða sönginn.

Nánari upplýsingar hér:

Hver syngur hvað
Um kórana sem syngja í maraþoninu
Upplýsingar á vef norsku kirkjunnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert