Þrír í gæsluvarðhaldi vegna árásar

Lögreglustöðin við Hverfisgötu
Lögreglustöðin við Hverfisgötu mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Þrír sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífstunguárás á Hverfisgötu á sunnudagskvöldið. Rannsókn málsins er í fullum gangi en skammt á veg komin.

Talið er að ráðist hafi verið á mann­inn í heima­húsi á Hverf­is­götu á sunnu­dags­kvöld.

Fjór­ir menn voru hand­tekn­ir í kjöl­far árás­ar­inn­ar. Tveim­ur þeirra hef­ur verið sleppt en tveir þeirra sæta nú gæslu­v­arðhaldi til 8. des­em­ber. Sá þriðji, maður sem lögreglan á höfuðborgasvæðinu leitaði að eftir árásina, er nú einnig í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn málsins.

Fórnarlambið er enn á sjúkrahúsi en hann var í lífshættu fyrstu dagana eftir árásina og haldið sofandi í öndunarvél.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert