Tíu samtök fá 8 milljónir

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að veita samtals 8 milljóna króna styrk í tilefni jóla til tíu góðgerðarsamtaka sem starfa hér á landi.

Lagt er til að veitt verða af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til tíu góðgerðarsamtaka hér á landi sem skiptist þannig: Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Mæðrastyrksnefnd Vesturlands og Hjálpræðisherinn á Íslandi fái 700.000 krónur hver. Samtals: 3.500. þús. kr.

Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp-félagasamtök, Rauði kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fái 900.000 þúsund krónur hver. Samtals: 4.500. þús. kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert