Uppsagnir hjá Náttúrufræðistofnun

Náttúrufræðistofnun fylgist meðal annars með fuglavarpi í landinu
Náttúrufræðistofnun fylgist meðal annars með fuglavarpi í landinu Ómar Óskarsson

Náttúrufræðistofnun hefur gripið til þess að segja upp starfsfólki og breyta starfshlutfalli einhverra starfsmanna vegna þess að dregið hefur úr því fjármagni sem stofnunin hefur yfir að ráða, segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri. 

Nokkrir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf nú í vikunni eða þá að breytingar hafa verið gerðar á starfshlutfalli þeirra hjá stofnuninni.

Að sögn Jóns Gunnars er stofnunin með þessu að grípa til ráðstafana og laga sig að fjárlögum næsta árs. Ekki er um margar uppsagnir að ræða. „Við höfum minni ráðstöfunartekjur en áður,“ segir Jón Gunnar aðspurður um ástæður þessara aðgerða.

Hann segir að ekki sé um stórfelldar uppsagnir að ræða en þessar breytingar hafi áhrif á þrjá til fjóra starfsmenn. Mjög misjafnt er hversu lengi þetta fólk hefur starfað hjá Náttúrufræðistofnun. Að sögn Jóns Gunnars mun stofnunin reyna áfram að sinna því starfi sem henni er ætlað miðað við það fjármagn sem hún hefur yfir að ráða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert