Heitur og blautur nóvember

Nóvember var heitur og blautur.
Nóvember var heitur og blautur. mbl.is/Golli

„Þessi nóvembermánuður verður með hlýjustu nóvembermánuðum sem við vitum um. Trúlega sá næsthlýjasti í Reykjavík og á suðvesturhorninu en Norðurland er eitthvað neðar á listanum. Úti við ströndina á Norðurlandi, við Grímsey og annars staðar, var líka mjög hlýtt og trúlega er þetta einn hlýjasti nóvember frá upphafi mælinga þar.“

Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í Morgunblaðinu í dag, en þó að enn sé einn dagur eftir af nóvember getur Trausti slegið þessu föstu. Hann segir að það hafi nokkrir kaldir dagar komið á Norðurlandi sem slái hitann niður.

Meðalhiti ársins, sem Trausti tók saman í síðustu viku, var 6,67 gráður í Reykjavík og hefur aðeins einu sinni verið hærri. Meðalhiti nóvember síðustu tíu árin hefur verið um 2,2 gráður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert