Nýtist við leit og björgun

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa siglt tilraunaútgáfu Leifturs 1 um þrjú þúsund …
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa siglt tilraunaútgáfu Leifturs 1 um þrjú þúsund sjómílur í öllum veðrum við strönd Íslands. Ljósmynd/Rafnar ehf.

Landhelgisgæslan hefur gengið frá kaupum á nýrri gerð harðbotna slöngubáts sem smíðaður verður hjá Rafnari í Kópavogi. Báturinn verður afhentur um mitt næsta sumar.

„Það er búið að sanna fyrir okkur að þessi tegund hentar afar vel við okkar störf í sjónum hér við land,“ sagði Georg Lárusson, forstjóri LHG, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann segir að báturinn muni nýtast við leit og björgun, löggæslu og fiskveiðieftirlit á grunnslóð.

Landhelgisgæslan hefur haft tilraunaútgáfu af bátnum til prófunar um nokkurt skeið og siglt honum þrjú þúsund sjómílur í öllum veðrum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert