Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna sjávarflóða:
Mikilli ölduhæð, yfir 12 m af norðan og norðnorðaustan, er spáð undan Vestfjörðum að kvöldi þriðjudags (9. des.) og aðfaranótt miðvikudags (10. des.).
Rétt er að vera sérstaklega á varðbergi yfir áhrifum af ágjöf og brimróti vegna vegna hárrar sjávarstöðu í ljósi sjávarfallahæðar og talsverðs áhlaðanda.
Viðbragðsaðilum á Vesturlandi og Vestfjörðum er ráðlagt að fylgjast vel með aðstæðum og til að vera undirbúnir því að greiða úr vandræðum sem af þessu geta hlotist.
Viðvörunin er gefin út að höfðu samráði við sérfræðinga í sjávarflóðum Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinnar.