Meirihluti þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara (UMS) á árinu er ekki með fasteignaveðlán heldur býr í leiguhúsnæði.
Skuldavandinn er því tilkominn vegna annars konar lána og skuldbindinga, svo sem kreditkortalána, bílalána og námslána, að því er fram kemur í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Svanborg Sigmarsdóttir, upplýsingafulltrúi UMS, segir útlit fyrir að leigjendur í skuldavanda verði áfram hátt hlutfall umsækjenda um greiðsluaðlögun hjá embættinu.