Sárt að horfa á eftir Epal

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Rósa Braga

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir sárt að horfa á eftir verslun Epal út Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en greint var frá því á mbl.is í kvöld að verslunin í flugstöðinni muni loka upp úr áramótum.

„Mér finnst sárt að horfa á eftir Epal úr flugstöðinni. Þar hefur íslenskri hönnun verið gert hátt undir höfði við hlið þekktrar erlendrar hönnunar, sem gefur ekki síst þeirri íslensku ákveðinn gæðastimpil eins og Eyjólfur bendir á,“ skrifar Ragnheiður á Facebooksíðu sína í kvöld og vísar í viðtal við Eyjólf Pálsson, eiganda Epal.

„Ég treysti því að stjórn Isavia og valnefndin hafi haft http://www.honnunarmidstod.is/media/PDF/honnunarstefna.pdf hönnunarstefnuna okkar að leiðarljósi og að flugstöðin verði áfram stóri búðarglugginn okkar þar sem íslenskri hönnun og framleiðslu af öllu tagi verði flaggað eins og enginn sé morgundagurinn,“ skrifar ráðherra ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert