Atferlið var kynferðislegt

mbl.is/Kristinn

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóm Suðurlands sem sakfelldi fyrrverandi varðstjóra í fangelsinu Litla-Hrauni fyrir að áreita samstarfskonu sína kynferðislega með því að strjúka hendi yfir brjóst konunnar utanklæða. Maðurinn var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í einn mánuð.

Þá var maðurinn dæmdur til að greiða konunni 173.000 kr. í skaðabætur. Hún fór hins vegar fram á 848.000 krónur í bætur.

Fyrir héraðsdómi viðurkenndi maðurinn að hafa lagt hönd á öxl konunnar og strokið síðan niður yfir brjóst hennar. Í dómi Hæstaréttar segir, að ekki sé fram komið að þetta atferli mannsins hafi verið í öðrum tilgangi en kynferðislegum og var því niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu mannsins staðfest. 

Þá er maðurinn dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 660.793 krónur.

Áreitti samstarfskonu kynferðislega

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert