Blint með köflum í nótt og fyrramálið

Blindbylur
Blindbylur mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Vindstrengur er skammt úti fyrir Vestfjörðum. Horfur eru á að hann komi inn á land seint í kvöld og þá hvessir með snjókomu og takmörkuðu skyggni. Víða 15-20 m/s. Allhvass vindur einnig við Breiðafjörð í nótt sem og á Snæfellsnesi og Suðurnesjum. Þar skafrenningur og blint með köflum í nótt og fyrramálið.

Það er hálka og snjóþekja á flestum vegum á Suðurlandi og á Reykjanesi og víða snjókoma eða él en ekki hvasst. Suðurstrandarvegur er þungfær.

Snjóþekja eða hálka er einnig á flestum vegum á Vesturlandi en þungfært er um Heydal og Skógarströnd en ófært í Álftafirði.

Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka og víða éljagangur. Verið er að hreinsa norður í Árneshrepp á Ströndum

Snjóþekja eða hálka er á Norðurlandi. Flughált er milli Sauðárkróks og Ketiláss, í Út-Blönduhlíð og Hjaltadal.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka víðast hvar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert