Færri mál vegna slysa og óhappa um borð í íslenskum skipum hafa verið til rannsóknar í ár hjá rannsóknasviði sjóslysa heldur en undanfarin ár.
Þá hefur ekki verið tilkynnt um banaslys á sjó það sem af er þessu ári samkvæmt upplýsingum Jóns Arilíusar Ingólfssonar rannsóknastjóra. Aðeins tvívegis hefur heilt ár liðið án banaslysa á sjó.
„Það er sérstakt við okkar vinnu að það er fagnaðarefni þegar sem allra minnst er að gera,“ segir Jón Arilíus í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.