Ekki valin þrátt fyrir heimsmeistaratitil

Fanney Hauksdóttir heimsmeistari í bekkpressu.
Fanney Hauksdóttir heimsmeistari í bekkpressu. mbl.is/Golli

Fanney Hauksdóttir, heimsmeistari unglinga í bekkpressu, telur sig njóta ekki sannmælis hjá stjórn  Kraftlyftingasambands Íslands. Þrátt fyrir góðan árangur var Fanney ekki valin kraftlyftingakona ársins en þetta var í fyrsta sinn sem íslensk kona vinnur til gullverðlauna á heimsmeistaramóti í kraftlyftingum.

<span class="_5yl5" data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0"><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0"><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$2:0">Fanney æfir kraftlyftingar með kraftlyftingadeild Gróttu, undir stjórn Ingimundar Björgvinssonar, og stundar nám í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík.</span><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$3:0"/><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$5:0"/><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$6:0">„Í maí síðastliðnum fór ég á mitt annað heimsmeistaramót í bekkpressu og varð <a href="/frettir/innlent/2014/05/25/let_plata_sig_a_bekkpressumot/">heimsmeistari unglinga</a> í -63 kg flokki kvenna en varð einnig stigahæst yfir alla flokka unglinga. Þetta var í fyrsta sinn sem íslensk kona vinnur til gullverðlauna á heimsmeistaramóti í kraftlyftingum. Í kjölfarið komst ég í 7. sæti á heimslista í opnum flokki í bekkpressu, en það þýðir að ég er með 7. bestu lyftuna á árinu í bekkpressu kvenna í mínum þyngdarflokki,“ segir Fanney.</span><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$7:0"/></span></span> <span class="_5yl5" data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0"><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0"><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$9:0"/><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$10:0">Aðspurð að því hvort hennar árangur hafi notið sammælis hjá stjórn Kraftlyftingasambands Íslands segir hún svo ekki vera. </span><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$11:0"/><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$13:0"/><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$14:0">„Ég hef undanfarið einungis keppt í bekkpressu. Alþjóða kraftlyftingasambandið viðurkennir bekkpressu sem sér grein og þrílyftu sem sér grein (hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu). Það er persónuleg skoðun stjórnarmanna innan Kraft að þau leggi bekkpressuna ekki að jöfnu við þrílyftuna þrátt fyrir að alþjóða kraftlyftingasambandið geri ekki greinarmun þar á. Mér finnst þetta afar leiðinlegt þar sem ég lít ekki á mig sem neinn minni íþróttamann heldur en þá sem taka þrílyftuna,“ segir Fanney og bætir við: </span><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$15:0"/><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$17:0"/><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$18:0">„Þegar ég heyrði af þessum umræðum varðandi bekkpressuna innan kraftlyftingasambandsins fór ég sjálfkrafa að draga úr því sem ég hef náð á árinu, kannski væri heimsmeistaratitillinn ekki svona merkilegur og að ég væri nú kannski ekki eins mikill íþróttamaður og þeir sem taka þrílyftuna. Ég hef samt sem áður tekið þá ákvörðun að halda ótrauð áfram og ná mínum markmiðum óháð því hvað öðrum finnst. Ég elska að keppa í bekkpressu og finnst ég alveg jafn mikill íþróttamaður og allir hinir sem æfa kraftlyftingar á Íslandi.“</span><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$19:0"/><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$21:0"/><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$22:0">Þegar Fanney er spurð að því hvort það hafi breytt einhverju fyrir hana að verða heimsmeistari segir hún að það hafi aðallega verið skemmtilegt. </span><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$23:0"/><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$25:0"/><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$26:0">„Það er eitt og sér ótrúlega gaman af vinna afrek sem maður hefur stefnt á að ná í langan tíma, og í raun vinna það fyrr en maður gat vonað. Heimsmeistaratitillinn hefur ekki breytt lífi mínu á neinn hátt, en það var ótrúlega gaman að koma heim eftir mótið og fá frábærar móttökur frá bæði kraftlyftingadeild Gróttu og Seltjarnarnesbæ. Það var líka mjög gaman að sjá hvað almenningur hafði mikinn áhuga á þessu. Fólk úti á götu kom til mín og óskaði mér til hamingju þótt það þekkti mig ekki neitt og spurði mig út í kraftlyftingar á Íslandi. Það var einnig mjög gaman að sjá að fjölmiðlar höfðu áhuga á að fjalla um afrekið. Þessir hlutir gerðu titilinn svo miklu betri.“</span><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$27:0"/><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$29:0"/><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$30:0">Hvernig eru markmið þín fyrir næsta ár?</span><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$31:0"/><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$33:0"/><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$34:0">„Það eru spennandi tímar framundan. Nú er ég að æfa á fullu fyrir Íslandsmótið í bekkpressu og Reykjavíkurleikana sem verða haldnir í janúar 2015. Eftir það mun ég svo halda æfingum áfram að fullum krafti og taka þátt í mínu þriðja heimsmeistaramóti í bekkpressu sem verður haldið í Svíþjóð í maí 2015. Vonandi get ég svo tekið þátt í Evrópumótinu í bekkpressu sem verður haldið í Prag í ágúst 2015.“</span><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$35:0"/><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$37:0"/><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$38:0">Telur þú þig eiga raunhæfa möguleika á því að setja heimsmet unglinga í bekkpressu á næsta ári?</span><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$39:0"/><br data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$41:0"/><span data-reactid=".88.$mid=11418803389859=228900bcad722edef70.2:0.0.0.0.0.0.$end:0:$42:0">„Ég reyndi við heimsmet unglinga á HM í maí síðastliðnum en náði því ekki. Markmiðið er að ná þessu heimsmeti, og ef að allt gengur upp varðandi æfingar og líkamlegt ástand þá vonandi næ ég því. Ég trúi því að ég geti náð þessu og ætla mér að gera það, en svo bara sjáum við til hvað gerist í maí.“</span></span></span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert