14 svæði úrskurðuð þjóðlendur

Óbyggðanefnd féllst á 14 af 22 kröfum ríkisins um þjóðlendur …
Óbyggðanefnd féllst á 14 af 22 kröfum ríkisins um þjóðlendur á svæði 8a, en það nær til Skaga, Húnavatnshrepp, Húnaþing vestra og Vatnsness. Mynd/Óbyggðanefnd

Óbyggðanefnd kvað í dag upp úrskurði í ágreiningsmálum um þjóðlendur á svonefndu svæði 8 norður og var í 14 málum af 22 fallist á kröfur íslenska ríkisins. Svæðið tekur til Húnavatnssýslu vestan Blöndu ásamt Skaga og skiptist í svæðin Skaga, Húnavatnshrepp, Húnaþing vestra og Vatnsnes.

Á Skaga var fallist á kröfur ríkisins að svæðin Almenningur á Skaga, Skrapatunguafrétt, ágreiningssvæði vegna Fannlaugarstaða og ágreiningssvæði vegna Skálahnjúks skyldu taldar til þjóðlendna. Aftur á móti var því hafnað að Reynistaðarafrétt teldist til þjóðlenda.

Í Húnavatnshrepp féllst óbyggðanefnd á að Auðkúluheiði, Forsæludalskvíslar, landsvæði sunnan Grímstunguheiðar, Lambatungur, landsvæði sunnan Haukagilsheiðar og Lambatungna og hluti Kornsártungna teldist til þjóðlendna. Kröfum ríkisins um Grímstunguheiði, Haukagilsheiði og Sauðadal var hafnað.

Óbyggðanefnd féllst á kröfur ríkisins um að Austurheiði Víðidalstunguheiðar, landsvæði sunnan Víðidalstunguheiðar, Húksheiði og Staðarhreppsafréttur verði taldar til þjóðlendna í Húnaþingi vestra, en hafnaði kröfum um að svæðin Vesturheiði Víðidalstunguheiðar, Aðalbólsheiði og Efranúpsheiði.

Á Vatnsnesi var kröfum ríkisins um Breiðabólsstaðarafrétt hafnað.

Í öllum tilfellum sem fallist var á kröfu ríkisins um þjóðlendur var einnig fallist á varakröfur landeigenda um að svæðin verði jafnframt afréttir.

Landeigendur hafa nú sex mánuði til að höfða einkamál fyrir dómstólum ef þeir una ekki úrskurði nefndarinnar. Úrskurður hennar, ásamt skýringarkorti 

Hægt er að lesa úrskurði óbyggðanefndar og skoða yfirlitskort á heimasíðu hennar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert