Bílvelta og sýruleki

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa haft í nógu að snúast í …
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa haft í nógu að snúast í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu hafa haft í nógu að snúast það sem af er degi, en farið hefur verið í um 70 verkefni frá því klukkan sjö í morgun.

Engin alvarleg slys hafa orðið á fólki, en meðal útkalla var bílvelta í Kollafirði. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsli. Vatnsleki varð í vesturbæ Reykjavíkur þar sem talsvert magn vatns lak inn í hús að utan. Þá þurftu slökkviliðsmenn að hreinsa sýruleka í Vöruhótelinu við Sundahöfn. Allt lið slökkviliðsins hefur því verið að störfum í dag.

Slökkviliðsmenn benda borgarbúum á að hreinsa vel frá niðurföllum vegna hláku til að koma í veg fyrir eignatjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert