Hálka og snjór um allt land

Það er hálka og snjóþekja á flestum vegum á Suðurlandi en hálkublettir og hálka á Suðvesturlandi, hálkublettir eru Reykjanesi. Suðurstrandarvegur er þungfær.

Snjóþekja eða hálka er einnig á flestum vegum á Vesturlandi en þungfært er um Heydal og Skógarströnd og ófært í Álftafirði og á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi og á Þröskuldum. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði og á Ennishálsi í Bitrufjörð. Þungfært er úr Bjarnarfirði og norður í Gjögur. Veginum um Súðavíkurhlíð er lokað vegna snjóflóðahættu. Ófært er á Gemlufallsheiði en mokstur stendur yfir.

Snjóþekja eða hálka er á Norðurlandi og víða nokkur éljagangur.

Á Austur- og Suðausturlandi er hálka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert