„Í vestanbáli og tólf metra ölduhæð“

Svakalegur sjór hefur verið á leiðinni yfir hafið og mikið …
Svakalegur sjór hefur verið á leiðinni yfir hafið og mikið álag á áhöfnum. Ljósmynd/Sigurður Jónsson

Blásið hefur hressilega á Norðaustur-Atlantshafinu í allt haust með stórsjóum og töfum fyrir millilandaskip Eimskips og Samskipa. Álag hefur verið á áhöfnum skipanna og stundum lítið um svefn þegar lætin hafa verið hvað mest.

Anna Guðný Aradóttir, upplýsingafulltrúi Samskipa, segir að í haust hafi verið algengt að skipin hafi tafist um 1-2 sólarhringa, sem yfirleitt hafi tekist að vinna upp. „Það sem stendur þó upp úr er að við höfum ekki misst gáma og ekki orðið fyrir verulegu tjóni á farmi,“ segir Anna Guðný.

Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segir að í allt haust hafi orðið töluverðar tafir á siglingum. „Nú síðast lenti Goðafoss í miklu vestanbáli og tólf metra ölduhæð norðan við Færeyjar í vikunni, fékk á sig brot og missti fjóra gáma,“ segir Ólafur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert