Kynna 400 íbúða hverfi

Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að hverfið muni líta út …
Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að hverfið muni líta út eftir að framkvæmdum lýkur. Hönnunin er í vinnslu. Tölvuteikning/ASK arkitektar

Bæjaryfirvöld í Kópavogi stefna að því að uppbygging nýs íbúðahverfis í Auðbrekku hefjist þegar á næsta ári.

Hulunni er svipt af vinningstillögu ASK arkitekta um endurgerð hverfisins í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag og gengur hugmyndin út á að byggðar verði 400 nýjar íbúðir í hverfinu. Það er milli Hamraborgar og Nýbýlavegar.

Uppbyggingin er hluti af þeirri stefnu Kópavogsbæjar að þétta byggðina og kemur m.a. til viðbótar nýrri Smárabyggð, sunnan Smáralindar, sem kosta mun tugi milljarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert