Skíðasvæði opnuð nyrðra

Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli við Dalvík opnaði í gær og í …
Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli við Dalvík opnaði í gær og í dag opnar skíðasvæði Akureyringa. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli við Dalvík var opnað formlega í gær, fimmtudag. Til stóð að hafa opið frá kl. 17-20.

Má segja að með opnun svæðisins í Böggvisstaðafjalli hafi skíðavertíðin á Norðurlandi hafist formlega. Dagana 20.-21. desember verður opið frá kl. 11-15 og dagana 26.-29. frá kl. 11-16. Fjallið verður opnað að nýju 2. janúar.

Skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli fyrir ofan Akureyri verða svo opnaðar kl. 16 í dag, föstudag. Snjó hefur kyngt niður í Eyjafirði síðustu vikuna eftir snjólaust haust, sem stóð raunar fram í desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert