Rammagerðin tekur stólinn úr sölu

Fuzzy kollarnir hafa verið framleiddir frá árinu 1970. Eftirlíkingar hafa …
Fuzzy kollarnir hafa verið framleiddir frá árinu 1970. Eftirlíkingar hafa nokkrum sinnum skotið upp kollinum. Mynd af heimasíðu Fuzzy

Rammagerðin hefur ákveðið að taka stól úr sölu sem deilt er um hvort sé eftirlíking Fuzzy stóls­ins. Í kvöld birti mbl.is frétt þess efnis að um meinta eftirlíkingu væri að ræða. Forsvarsmenn Rammagerðarinnar segja að þeir hafi fengið þær upplýsingar hjá framleiðanda stólsins að hann væri frumhönnun.

„Við seljum íslenskt handverk og leggjum mikla áherslu á að standa vörð um íslenska hönnun. Hér er um að ræða deilu tveggja íslenskra hönnuða og við munum vonandi fá úr því skorið hvort að um eftirlíkingu sé að ræða,“ er haft eftir Lovísu Óladóttur, framkvæmdastjóra Rammagerðarinnar í tilkynningu.

Segir hún að meðan málið er leitt til lykta verði stóllinn ekki í sölu í Rammagerðinni. „Sé það rétt að um eftirlíkingu sé að ræða munum við ekki bjóða þennan stól til sölu á ný,“ segir Lovísa.

Frétt mbl.is: Eftirlíking af Fuzzy í Rammagerðinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert