9 útköll vegna vatnsleka

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að störfum.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins að störfum. Ljósmynd/ Ernir Eyjólfsson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur farið í níu útköll frá því klukkan 16 í dag vegna vatnsleka. Öll tilfellin voru minniháttar og kom lekinn í öllum tilfellum utan frá.

Lekið hef­ur inn á Land­spít­ala, í Lista­há­skóla Íslands, í iðnaðar­hús­næði í Kópa­vogi og Hafnar­f­irði og í heima­hús­um eins og fram kom í frétt mbl.is fyrr í kvöldUm kl. 19 voru all­ir bíl­ar slökkviliðsins úti við að hreinsa upp vatn. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er gert ráð fyrir að nú fari þó að hægjast um en íbúar eru engu að síður hvattir til að hreinsa snjó frá niðurföllum og af svölum svo vatn renni ekki inn í hús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert