Ætlaði að fara inn í ókunnuga íbúð

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um tvöleytið í nótt um ungan mann sem var í annarlegu ástandi í sameign í húsi í miðborg Reykjavíkur. Er lögregla kom á vettvang var maðurinn að klæða sig úr skóm og gera sig líklegan til að fara inn í íbúð hjá ókunnugum.  

Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast.

Þá handtók lögreglan mann á veitingastað í miðborginni um kl. tvö í nótt, en hann er grunaður um að slá og bíta dyravörð. Maðurinn var sömuleiðis vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann.

Annar ungur maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn við veitingastað á þriðja tímanum í nótt. Hann var einnig færður í fangaklefa. 

Á fjórða tímanum í nótt féll maður niður stiga við veitingahús í Austurstræti. Að sögn lögreglu blæddi úr höfði mannsins og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.

Þá hafði lögreglan afskipti af nokkrum ökumönnum sem eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert