Báðust afsökunar á Apartheid-kokteil

Reykjavík Marina er í eigu Icelandair.
Reykjavík Marina er í eigu Icelandair. mbl.is/Kristinn

Forsvarsmenn hótelsins Reykjavík Marina, sem er í eigu Icelandair, hafa beðist afsökunar á því að hafa boðið upp á kokteil sem bar nafnið Apartheid, eða Aðskilnaðarstefna á íslensku. Málið hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla á borð við CNBC og Time.

Fréttavefurinn Nútíminn vakti athygli á málinu hér á landi í gær.

Á vef Time kemur fram, að forsvarsmenn hótelsins hafi beðist afsökunar og sagt að þetta hafi verið mistök. Hann segir að starfsmaðurinn hefði ekki skilið hvað orðið þýddi, taldið að orðið hefði einfaldlega þýtt aðskilnaður og gerði sér ekki grein fyrir sögulegri merkingu orðsins. 

Með aðskilnaðarstefnu er átt við að kynþættir séu aðskildir, en stefnan lögbundin í Suður-Afríku frá 1950 - 1993.

Twitter-notandinn Africa is a country birti mynd á netinu í gær sem sýnir vínseðil þar sem kokteillinn var í boði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert