Búið að opna Hellisheiði

Þessi bíll fauk út af í Hvalfirði.
Þessi bíll fauk út af í Hvalfirði. Ljósmynd/Landsbjörg

Búið er að opna Hellisheiði. Hvalfjörður er hins vegar enn lokaður. Fljúgandi hálka er í Borgarfirði og mjög varasamt fyrir ökumenn að vera þar á ferð.

Mikil vandræðu sköpuðust á Hellisheiði í dag þegar bílar festust á heiðinni í blindbyl. Björgunarsveitir voru kallaðar út til aðstoðar.

Í dag er búið að vera snarvitlaust veður og flughálka í Hvalfirði. Margir bílar lentu þar í vandræðum. Meira að segja tæplega fimm tonna björgunarsveitabíll á negldum dekkjum snarsnérist í hálkunni.

Eftir að hlánaði myndaðist mikil hálka á vegum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er t.d. flughált í Borgarfirði. Þar er búið að vera hvasst í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert