Hleranamál til skoðunar

Íslensk stjórnvöld er meðvituð um málið.
Íslensk stjórnvöld er meðvituð um málið. mbl.is/Ómar

Íslensk stjórnvöld skoða nú hvort ástæða sé til aukinna öryggisráðstafanna vegna fregna af hlerunarbúnaði við stjórnarráð og þing í Ósló og Stokkhólmi. Þá hyggst skrifstofa Alþingis ræða við ríkislögreglustjóra eftir helgi vegna málsins. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar í þeim efnum. 

Þetta kemur fram á vef RÚV.

Greint er frá því að hlerunarbúnaðurinn í Ósló sé í raun falskt farsímamastur sem skrái símanúmer á því svæði sem mastrið nái yfir. Í gegnum það sé hægt að fylgjast með ferðum fólks í gegnum farsíma þeirra, t.a.m. hafi verið hægt að fylgjast með ferðum þingmanna, ráðherra og embættismanna á skrifstofu forsætisráðherra, þinginu og Seðlabanka Noregs. 

Yfirvöld á Íslandi segja að þau séu meðvituð um málið en ekkert hafi verið ákveðið um auknar öryggisráðstafanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert