Lokað í Bláfjöllum vegna veðurs

mbl.is/Þórður

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar og skíðasvæði Siglufjarðar verða opin í dag. Lokað verður í Bláfjöllum þar sem spáð er leiðindaveðri síðar í dag.

Á Ísafirði verður svæðið opnað klukkan 10, en þar verða aðeins Sandfell og byrjendalyftan opnuð. Fram kemur í tilkynningu að stefnt sé að því að hafa opið til kl. 16, en þar sem stormi sé spáð seinnipartinn sé ekki vitað hversu lengi menn ná að halda svæðinu opnu.

Skíðasvæðið á Siglufirði verður opið frá kl 11-16. Það er veðrið gott og færið sömuleiðis að sögn forsvarsmanna svæðisins.

Í gær var hins vegar opið í Bláfjöllum líkt og sjá má í þessari frétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert