Næsti fundur í læknadeilunni á mánudag

Fundi í kjara­deilu Lækna­fé­lags Íslands við ís­lenska ríkið lauk fyr­ir skömmu í húsi Rík­is­sátta­semj­ara. Sá fundur hófst klukkan 14 í dag en þá lauk einmitt fundi í kjaradeilu Skurðlæknafélags Íslands sem stóð frá klukkan 11 í morgun.

Fyrir fundinn í dag sagði Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags Íslands að ljóst væri að samninganefnd ríkisins hefði ekki nægjanlegt umboð og gæti þar af leiðandi ekki boðið lækn­un­um þá hækk­un sem þeir telja ásætt­an­lega.

Næstu samningafundir verða á mánudag. Fundað verður í kjaradeilu Læknafélagsins klukkan 14 en í kjaradeilu Skurðlæknafélagsins klukkan 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert