Útlit fyrir hvít jól

Margir landsmenn sækjast eftir hvítum jólum.
Margir landsmenn sækjast eftir hvítum jólum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Á morgun má búast við mjög breytilegri vindátt, þar sem landið verður þá að mestu statt í lægðarmiðju. Á norðaustanverðu landinu má búast við vindi sem nemur 10-18 metrum á sekúndu. Mun skaplegra veður verður sunnan- og vestanlands þrátt fyrir stöku él.

Helga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að búast megi við hægviðri þegar líða fer að jólum.

„Á Þorláksmessu og aðfangadag má búast við hægum vindum og éljum á víð og dreif, auk þess sem kólna tekur á ný. Á aðfangadag má búast við éljabakka yfir höfuðborgarsvæðinu sem myndi þá hafa snjókomu í för með sér. Það er því útlit fyrir hvít jól í nær öllum landshlutum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert