Hraunið þekur 79,9 km²

Auk mælinga lögreglumanna og landvarða byggir kortið jafnframt á EO-1 …
Auk mælinga lögreglumanna og landvarða byggir kortið jafnframt á EO-1 og LANDSAT 8 gervitunglamyndum frá NASA og USGS. mynd/Jarðvísindastofnun HÍ

Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni og í gær var flatarmál hraunsins orðið 79,9 ferkílómetrar að stærð.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Þar hefur verið birt nýtt kort sem byggist á mælingum lögreglumanna og landvarða í Vatnajökulsþjóðgarði á hraunjaðrinum norðanverðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert